Bætum hreinlæti og drögum úr kostnaði

- með Sani nudge

Rétt hreinlætishegðun er eitt það mikilvægasta þegar kemur að öryggi sjúklinga í heilbrigðiskerfinu. Skortur á áreiðanlegum gögnum er stór hindrun fyrir sjúkrastofnanir þegar kemur að því að bæta hreinlætishegðun og hefta dreifingu sýkinga. Sani nudge gefur tækifæri til að skapa varanlegar breytingar á hegðun, byggðar á innsýn sem fæst með áreiðanlegum gögnum. Kerfið er auðvelt í uppsetningu og fer lítið fyrir því í daglegum störfum.

Notkun kerfisins hefur haft í för með sér:

72%

Lækkun á skammtímaveikindaleyfum starfsfólks á opinberu sjúkrahúsi eftir 6 mánaða notkun Sani nudge kerfisins.

64%

Lækkun á tíðni sýkinga hjá Háskólasjúkrahúsi eftir notkun Sani nudge kerfisins í eitt ár.

252%

Aukning á réttri hreinlætishegðun eftir 12 mánaða notkun á Háskólasjúkrahúsi.

Lykil kostir

• Yfirsýn til aðgerða  

Hugbúnaðurinn auðveldar upplýsta ákvörðunartöku með áreiðanlegum gögnum sem gefa góða yfirsýn yfir hreinlætishegðun starfsfólks. Þetta gefur starfsfólki sjúkrahúsa tækifæri til að bregðast hratt við og bæta hreinlæti í þeim aðstæðum þar sem því er ábótavant.

• Lítil fyrirferð

Snögg og einföld innleiðing. Engin þörf á aðkomu tölvudeildar og hægt að nýta með hvaða sótthreinsiskammtara sem er.

• Ábyrgð

Tryggir að gott hreinlæti sé hluti af öllum samskiptum við sjúklinga. Nákvæmar mælingar leiða til ábyrgðar og varanlegra bætinga á hreinlætishegðun.

Hvernig virkar Sani nudge?

Sani sensor

Skynjarar eru staðsettir á öllum sótthreinsiskömmturum sem skrá þegar starfsfólk nýtir skammtarann. Skynjarann má nýta með hvaða sótthreinsiskammtara sem er, þar á meðal gel, sápu, froðu og skammtara sem virka með hreyfiskynjun.

Þá eru einni settir skynjarar við rúm sjúklinga sem nema og skrá þegar starfsmaður er nálægt sjúklingi í samskiptum og því líkur á snertingu þeirra á milli töluverðar.  

Sani ID

Sérhver starfsmaður fær afhentan skynjara sem tryggir þátttöku allra starfsstétta í að bæta hreinlæti stofnunarinnar. Skynjararnir eru látlausir, hægt að festa þá á núverandi nafnspjöld starfsmanna og þeir endast í allt að 2 ár. Hreinlætistækifæri og samskipti við sjúklinga eru skráð án þess að trufla vinnuflæði starfsfólks.

Gögn

Mælaborð með gögnunum gefur stofnuninni góða mynd af frammistöðu starfsmanna varðandi hreinlætishegðun og auðveldar starfsfólki að taka upplýstar ákvarðanir og beina athyglinni að þeim aðstæðum sem bæta þarf varðandi hreinlæti.

Auðvelt er að fá skýrslur um stöðu hreinlætishegðunar út frá meðal annars deildum, starfsstéttum og vissum herbergjum deilda.

Fleiri greinar

Everynet og Lýsir koma á fót LoRaWAN kerfi á Íslandi

Lýsir og Everynet hafa undirritað samstarfssamning um að koma á laggirnar LoRaWAN kerfi á Íslandi. Nú þegar nær dreifing kerfisins til alls Höfuðborgarsvæðisins. Markmið þessa nýja samstarfs er að nýta nettækni sem notar mjög lítið afl en hefur mikla drægni sem heimilar áður óséðan fjölda skynjara, nema og samskonar tækjabúnaðar til gagnaöflunar sem aðstoðar við ákvarðanatöku á fjölmörgum sviðum samfélagsins.
LESA NÁNAR

Hvað er LoRaWAN og hvernig er það að breyta heiminum?

Frá því að hugtakið IoT (Internet of Things) eða hlutanetið var skapað hefur umræðan verið sú að „snjallvæðingin“ væri handan við hornið og að innan tíðar yrðu flestir þættir í okkar lífi snjallir. Fram að þessu höfum við verið háð takmörkunum þeirrar tækni sem hefur verið í boði.
LESA NÁNAR

Snjallbærinn Hafnarfjörður

Við erum stolt að segja frá því að við hjá Lýsir höfum hafið samstarf við Hafnarfjarðarbæ sem felst í uppsetningu og þjónustu á ýmsum lausnum sem stuðla að þeirra vegferð að gera Hafnarfjörð að sannkölluðum snjallbæ.
LESA NÁNAR