Everynet og Lýsir koma á fót LoRaWAN kerfi á Íslandi

Lýsir og Everynet hafa undirritað samstarfssamning um að koma á laggirnar LoRaWAN kerfi á Íslandi. Nú þegar nær dreifing kerfisins til alls Höfuðborgarsvæðisins. Markmið þessa nýja samstarfs er að nýta nettækni sem notar mjög lítið afl en hefur mikla drægni sem heimilar áður óséðan fjölda skynjara, nema og samskonar tækjabúnaðar til gagnaöflunar sem aðstoðar við ákvarðanatöku á fjölmörgum sviðum samfélagsins.

Everynet býður upp á stafrænar lausnir tengdar hlutaneti (IoT) í 7 löndum um allan heim, þar á meðal Brasilíu, Indónesíu og Spáni, þar sem yfir 6 milljónir skilaboða eru sendar daglega á netþjónum þeirra. Það eru fjölmargir kostir fólgnir í því að nýta LoRaWAN tæknina hjá Everynet. Lítill kostnaður við þjónustu og innviði, langlífar rafhlöður búnaðar og langdrægni kerfanna auk rauntíma, tvíátta samskiptagetu eru meðal eiginleika þessa opna hlutanets (IoT) staðals.

Lýsir á rætur sínar að rekja til fjarskiptabransans á Íslandi sem gefur fyrirtækinu frábæran grundvöll til að hefja innreið inn á svið snjalllausna og hlutanetsins. Fjölmargar slíkar lausnir eru nú þegar í boði hjá Lýsir en markmiðin eru stærri; að gera Ísland að einu snjallasta samfélagi heims.

Fjölmörg snjallverkefni í farvatninu

Tilkoma Everynet LoRaWAN kerfisins gerir það kleift að framkvæma fjölda metnaðarfullra snjallverkefna sem munu hafa veruleg áhrif á fjölda sviða. Meginþorri verkefnanna eru á sviði snjallborgar, snjalltækja og fjórðu iðnbyltingarinnar. Meðal verkefna sem eru annað hvort komin af stað eða eru í bígerð:

•   Snjallvæðing sorphirðu mun lækka kostnað og losun kolefna.

•   Mæla með snjallari hætti loftgæði innanhúss sem utan með það að markmiði að koma í veg fyrir lágt súrefnishlutfall og minnka mengun.

•   Minnka orkunotkun og orkutengdan kostnað fyrir sveitafélög með skynjurum við götulýsingu.

•   Mæla með snjallari hætti hita- og rakastig í byggingum og koma þannig í veg fyrir heilsukvilla starfsfólks og dýrar skemmdir á húsnæði.

•   Snjallari vatnsmælar til að stýra betur vatnsflæði og koma í veg fyrir leka og óþarfa vatnsnotkun.

•   Snjallari birgðarakning, annað hvort í allri birgðakeðjunni eða síðasta spölinn til neytandans.

Í samstarfi við Sensoneo, framleiðanda snjallskynjara, eru Everynet og Lýsir nú þegar komin af stað með snjalllausnir í sorphirðu. Með því að mæla magn sorps í sorpgámum og tunnum í rauntíma og safna gögnum er hægt að hagræða leiðakerfi og tíðni sorphirðu með það að markmiði að lækka kostnað og gera allar aðgerðir umhverfisvænni.

„Íslendingar hafa sýnt það og sannað að þeir eru fljótir að tileinka sér tækninýjungar, svo Ísland er lykilmarkaður til framkvæmda á sjálfbærum verkefnum sem munu flýta fyrir þeirri stafrænu vegferð sem landið er nú þegar á. Verkefni sem munu koma í veg fyrir óþarfa eyðslu á auðlindum með rauntíma upplýsingaöflun til stuðnings ákvarðanatöku í daglegum rekstri,“ segir Lawrence Latham, forstjóri Everynet.

Um Everynet

Everynet setti á fót brautryðjandi verkefni sitt #BitsBillionsandCents: stafræn umbreyting með því að tengja hin ýmsu tæki á stórum skala fyrir lítinn kostnað. Fyrirtækið er leiðandi á markaði í LoRaWAN tengdri nýsköpun, bæði á almennum markaði en einnig í uppbyggingu kerfa sem gerir samstarfsaðilum þeirra kleift að byggja upp hágæða innviði. Flaggskip Everynet er mest notaða staðbundna LoRaWAN kerfi í heiminum.

Um Lýsir

Lýsir er framsækið fyrirtæki á sviði fjarskipta. Strax við stofnun fyrirtækisins árið 2017 var stefnan sett á framtíðina. Ásamt fjölbreyttri flóru samstarfsaðila þróar Lýsir nýjar leiðir til að spara tíma, orku og auðlindir í tæknivæddum heimi. Stefna Lýsir er skýr: að finna lausnir framtíðarinnar við áskorunum samtíðarinnar.

Nánari upplýsingar veita:

Jonathan Pearce, VP of Marketing, Everynet - jdp@everynet.com

Hrafn Guðbrandsson, framkvæmdastjóri, Lýsir - hrafn@lysir.is +354 774 3707

Pétur Hrafnsson, sölustjóri, Lýsir - petur@lysir.is +354 655 1944

Fleiri greinar

Bætum hreinlæti og drögum úr kostnaði

Rétt hreinlætishegðun er eitt það mikilvægasta þegar kemur að öryggi sjúklinga í heilbrigðiskerfinu. Skortur á áreiðanlegum gögnum er stór hindrun fyrir sjúkrastofnanir þegar kemur að því að bæta hreinlætishegðun og hefta dreifingu sýkinga.
LESA NÁNAR

Hvað er LoRaWAN og hvernig er það að breyta heiminum?

Frá því að hugtakið IoT (Internet of Things) eða hlutanetið var skapað hefur umræðan verið sú að „snjallvæðingin“ væri handan við hornið og að innan tíðar yrðu flestir þættir í okkar lífi snjallir. Fram að þessu höfum við verið háð takmörkunum þeirrar tækni sem hefur verið í boði.
LESA NÁNAR

Snjallbærinn Hafnarfjörður

Við erum stolt að segja frá því að við hjá Lýsir höfum hafið samstarf við Hafnarfjarðarbæ sem felst í uppsetningu og þjónustu á ýmsum lausnum sem stuðla að þeirra vegferð að gera Hafnarfjörð að sannkölluðum snjallbæ.
LESA NÁNAR