Hvað er LoRaWAN og hvernig er það að breyta heiminum?

Frá því að hugtakið IoT (Internet of Things) eða hlutanetið var skapað hefur umræðan verið sú að „snjallvæðingin“ væri handan við hornið og að innan tíðar yrðu flestir þættir í okkar lífi snjallir.  Fram að þessu höfum við verið háð takmörkunum þeirrar tækni sem hefur verið í boði.  

Þegar kemur að stuttum vegalengdum í gagnasamskiptum milli búnaðar höfum við verið að nýta okkur Bluetooth og Wifi sem hafa opnað gríðarlega möguleika á snjalltækjum heimila og fyrirtækja. Þrátt fyrir að Bluetooth og Wifi séu frábær tækni þá hefur það ekki hjálpað í þeim aðstæðum sem kalla á lengri vegalengdir þar sem takmörkin eru undir 100 m við bestu aðstæður.

Í lengri vegalengdum hafa farsíma kerfin nýst vel. Þau ná hröðum gagnasamskiptum yfir langa vegalengd en hins vegar kalla þessi samskipti á mikla orkunotkun og nýtast því ekki eins vel í búnað sem ekki getur tengst auðveldlega við rafmagn og getur því verið kostnaðarsamt ef tengja á mörg tæki.  

LoRaWAN er tæknin sem brúar þetta bil. LoRaWAN stendur fyrir Long Range Wide Area Network og byggir tæknin á þráðlausum gagnaflutning um mjög langa vegalengdir. Þessi samskiptamáti notar mjög litla orku sem þýðir að tæki geta verið tengd í mörg ár áður en kemur að rafhlöðuskiptum. Einnig er kostnaður eins og best verður kosið sem skýrist af því að notuð er tíðni sem ekki er leyfisskild.  

LoRaWAN netkerfi er samsett úr nokkrum þáttum, hér fyrir ofan má sjá einfaldaða skýringarmynd sem lýsir ferlinu sem gögn innan kerfisins fara í gegnum. Ef við tökum sem dæmi sveitarfélag sem er með mismunandi snjallskynjara uppsetta, þessir skynjarar senda frá sér gögn með upplýsingum t.d. um stöðu sorps í tunnu, hvort bílastæði sé upptekið, niðurstöður loftgæðamælinga og svo framvegis. Þá eru LoRaWAN gáttir sem hlusta eftir og taka á móti skilaboðum frá þessum skynjurunum og koma þeim áfram á LoRaWAN netþjón, frá honum fara svo upplýsingarnar til birtingar á mælaborði og/eða sendar til geymslu í gagnagrunni.

Með LoRaWAN tækninni opnast möguleikar fyrir snjallar lausnir sem áður voru ekki eins hagkvæmir td:

·       Sorphirða  

·       Loftgæði  

·       Veðurstöðvar

·       Bílastæði

·       Ljósastaurar

·       Ýmsar heilbrigðislausnir

·       Eigna og birgðavöktun  

·       Veitu lausnir

·       Og margt fleira

Lýsir er meðlimur í LoRa-Alliance samtökunum en þau eru stofnuð í kringum LoRaWAN tæknina og stuðluðu þau að því að LoRaWAN staðallinn varð til árið 2015. Samtökin hafa það að markmiði að þróa og koma LoRaWAN tækninni á framfæri og tryggja samvirkni milli búnaðar með vottunarferli fyrir LoRaWAN búnað. Tilkoma LoRaWAN staðalsins hrundi af stað byltingu í snjallverkefnum sveitarfélaga og fyrirtækja víðsvegar um heiminn.  

Lýsir hefur nú þegar byggt upp LoRaWAN kerfi sem nær yfir Höfuðborgarsvæðið og er stefnan sett á að byggja upp kerfi sem nær yfir allt landið á næstu árum.

Fleiri greinar

Bætum hreinlæti og drögum úr kostnaði

Rétt hreinlætishegðun er eitt það mikilvægasta þegar kemur að öryggi sjúklinga í heilbrigðiskerfinu. Skortur á áreiðanlegum gögnum er stór hindrun fyrir sjúkrastofnanir þegar kemur að því að bæta hreinlætishegðun og hefta dreifingu sýkinga.
LESA NÁNAR

Everynet og Lýsir koma á fót LoRaWAN kerfi á Íslandi

Lýsir og Everynet hafa undirritað samstarfssamning um að koma á laggirnar LoRaWAN kerfi á Íslandi. Nú þegar nær dreifing kerfisins til alls Höfuðborgarsvæðisins. Markmið þessa nýja samstarfs er að nýta nettækni sem notar mjög lítið afl en hefur mikla drægni sem heimilar áður óséðan fjölda skynjara, nema og samskonar tækjabúnaðar til gagnaöflunar sem aðstoðar við ákvarðanatöku á fjölmörgum sviðum samfélagsins.
LESA NÁNAR

Snjallbærinn Hafnarfjörður

Við erum stolt að segja frá því að við hjá Lýsir höfum hafið samstarf við Hafnarfjarðarbæ sem felst í uppsetningu og þjónustu á ýmsum lausnum sem stuðla að þeirra vegferð að gera Hafnarfjörð að sannkölluðum snjallbæ.
LESA NÁNAR