Afhverju skipta loftgæði okkur máli

Loftgæði skipta okkur öll máli.  Gæði loftsins sem við lifum við og öndum að okkur geta haft umtalsverð áhrif á meðal annars heilsu, vellíðan og frammistöðu. Þá eru ákveðnir hópar taldir viðkvæmari en aðrir þegar kemur að áhrifum loftgæða, meðal annars börn og einstaklingar með astma, lungna- og/eða hjarta- og æðasjúkdóma.  

Skammtímaáhrif slæmra loftgæða eru t.d. erting í augum, nefi og hálsi, höfuðverkur, svimi og þreyta og aukin einkenni astma geta komið fram. Langtímaáhrif slæmra loftgæða eru t.d. öndunarfærasjúkdómar, hjartasjúkdómar og krabbamein. 

Loftgæðum í okkar daglega lífi er hægt að skipta í tvo flokka, annarsvegar loftgæði innanhúss og hins vegar loftgæði utanhúss. 

Loftgæði innanhúss: 

Í því lofti sem við öndum að okkur sérstaklega innandyra leynast ýmis efni og agnir sem bæði geta komið sér vel fyrir okkur og illa. Með því að vera meðvitaður um og fylgjast með gæðum lofts innandyra er hægt að koma í veg fyrir skammtímaáhrif sem og að draga úr langtímaáhrifum. Talið er að um 20-30% heimila innan ESB eigi í vandræðum með raka í húsnæði og benda vísbendingar til þess að raki í byggingum stofni heilsu fólks í hættu. Hundruð tegunda baktería og sveppa vaxa við slíkar aðstæður og gefa frá sér gró, frumubrot og önnur efni út í loftið. 
Aukið nýgengi og aukin einkenni öndunarfærasjúkdóma, ofnæma, astma og ónæmisviðbragða hefur verið tengd við snertingu og innöndun þessara efna. Með aukinni þekkingu og meðvitund um þá mengunarvalda er leynast innandyra má koma í veg fyrir heilsuspillandi áhrif þeirra og halda loftinu hreinu.

Loftmengun innanhúss – Veggspjald frá Umhverfisstofnun

Loftgæði utanhúss:

Loftgæði utanhúss á Íslandi eru almennt talin góð þar sem andrúmsloftið er hreint og lítið mengað. Það er þó töluverður munur á loftgæðum í þéttbýli og í dreifbýli. 
Ein helsta uppspretta loftmengunar í þéttbýli er svifryksmengun vegna samgöngu, byggingaframkvæmda og þegar göturyk þyrlast upp. Uppspretta svifryksmengunar í dreifbýli er m.a. sandfok, öskufall og öskufok, og þegar ryk þyrlast upp af malarvegum. Ryk sem berst frá malarvegum er víða vandamál, sérstaklega á sumrin þegar þurrt er í veðri. Aðrar uppsprettur mengunar eru t.d. frá iðnaði (SO₂), jarðvarmavirkjunum (H₂S) og stóriðjum (CO) sem hefur áhrif á loftgæði utandyra. Auk þess geta efni sem t.d. berast frá meginlandi Evrópu eða Bandaríkjunum hækkað styrk loftmengunar tímabundið.

Sambandið milli loftmengunar og notkunar lyfja kemur meðal annars fram í tveimur íslenskum rannsóknum. Í þeim hefur verið sýnt fram á samband milli aukinna úttekta á lyfjum við astma og loftmengunar í Reykjavík og einnig fram á samband milli aukinna innlagna á Landspítala vegna hjarta- og æðasjúkdóma og styrks H₂S í Reykjavík. Með rannsóknunum hefur verið sýnt fram á sterkt samband milli H₂S og veikinda, þá sérstaklega er varðar viðkvæma hópa.

Það er því mjög mikilvægt að almenningur geti fylgst með utanhúss loftgæðum og tekið meðvitaðar ákvarðanir um útiveru því það eru ekki einungis þeir sem eru með undirliggjandi sjúkdóma sem eru viðkvæmir fyrir slæmum loftgæðum heldur líka börn og eldra fólk. Einnig getur líkamlega áreynsla ýtt undir frekari einkenni þar sem mengunin nær lengra niður í lungun og hefur því víðtækari áhrif á líkamann. 

Við hjá Lýsir tökum loftgæði mjög alvarlega og fylgjumst vel þeim með hjálp snjallmæla. Lýsir notast við innanhúss loftgæðamæla frá ítalska framleiðandanum Mcf88 og mæla þeir í verslunarrými, eldhúsi og í fundarherbergi: 

 • Hitastig 
 • Rakastig 
 • Koltvísýring (CO₂) 
 • Birtustig 
 • Loftþrýsting  
 • Loftgæði (VOC)  

Utanhúss notar Lýsir loftgæðamæli frá Libelium sem mælir eftirfarandi: 

 • Hitastig 
 • Rakastig 
 • Svifryk (PM1.0, PM2.5 & PM10) 
 • Koltvísýring (CO₂) 
 • Loftþrýsting 
 • Hljóðstyrk  

Einnig er mögulegt á nýta veðurstöð sem sýnir veðurgögn auk mælinga á svifryki (PM1, PM2.5 & PM10) en þannig er hægt að sjá ef mikið magn svifryks kemur ítrekað úr vissri átt að það þarf mögulega að skoða betur og þannig auðveldara að finna mengunarvalda í umhverfinu.

Öll gögn eru birtanleg á veflægu svæði og brugðist er við breytingum á loftgæðum með viðunandi hætti svo sem aðlögun hita- og rakastigs, opnun og lokun glugga eftir magni utanaðkomandi svifryks. 

Hægt er að nálgast upplýsingar um loftgæði hjá Lýsir á þessum hlekk. 

Heimildir:

Loftgæði á Íslandi Umhverfisvísar, vöktun og uppsprettur

Loftmengun á Íslandi og áhrif hennar á heilsu manna - Yfirlitsgrein

Inniloft

  

Fleiri greinar

Bætum hreinlæti og drögum úr kostnaði

Rétt hreinlætishegðun er eitt það mikilvægasta þegar kemur að öryggi sjúklinga í heilbrigðiskerfinu. Skortur á áreiðanlegum gögnum er stór hindrun fyrir sjúkrastofnanir þegar kemur að því að bæta hreinlætishegðun og hefta dreifingu sýkinga.
LESA NÁNAR

Everynet og Lýsir koma á fót LoRaWAN kerfi á Íslandi

Lýsir og Everynet hafa undirritað samstarfssamning um að koma á laggirnar LoRaWAN kerfi á Íslandi. Nú þegar nær dreifing kerfisins til alls Höfuðborgarsvæðisins. Markmið þessa nýja samstarfs er að nýta nettækni sem notar mjög lítið afl en hefur mikla drægni sem heimilar áður óséðan fjölda skynjara, nema og samskonar tækjabúnaðar til gagnaöflunar sem aðstoðar við ákvarðanatöku á fjölmörgum sviðum samfélagsins.
LESA NÁNAR

Hvað er LoRaWAN og hvernig er það að breyta heiminum?

Frá því að hugtakið IoT (Internet of Things) eða hlutanetið var skapað hefur umræðan verið sú að „snjallvæðingin“ væri handan við hornið og að innan tíðar yrðu flestir þættir í okkar lífi snjallir. Fram að þessu höfum við verið háð takmörkunum þeirrar tækni sem hefur verið í boði.
LESA NÁNAR