LR MONITORING

LR Monitoring er samstarfsverkefni sem sameinar snjallþekkingu Lýsir og rótgróna sérhæfingu systurfyrirtækis okkar, Rafal. Ísland er þekkt fyrir framúrskarandi orkuframleiðslu, LR Monitoring er ný og fersk nálgun fyrir bætta skilvirkni og aukin afköst í flutningi og dreifingu.

Af hverju þurfum við „nýja og ferska nálgun“ í flutningi og dreifingu?

Vegna þess að við erum meðvitum um áskoranirnar á þessum vettvangi á heimsvísu, líkt og kerfishrun í Texas á síðasta ári, og vegna þess að Ísland er komið lengra en flestir aðrir í orkuskiptum. Árið 2021 var prósenta innfluttra plug-in rafbíla hærri en bensínbíla hérlendis, við erum leiðandi.

Þetta byrjaði í rauninni í Texas.

Hugmyndin á bakvið það sem við erum að gera kom ekki frá Íslandi, heldur Texas. Þróunarstjóri Rafal, Davíð Jónsson, var doktorsnemi við Háskólann í Texas í Austin þegar kerfishrunið varð.

Hrun kerfisins í Texas kveikti í það minnsta á einni peru — og þegar Davíð sneri aftur til Íslands var hann með hugmynd í farteskinu.

Svo, hvað er LR100?

Það er einfalt snjallvöktunarkerfi sem passar í hvaða spenni sem er. Með innbyggðum LoRaWAN sendi og getunni til að mæla hitastig og fleiri frammistöðuþætti spennisins getur LR100 metið hvort spennir afkastar á skilvirkan hátt en hjálpar einnig til við að áætla líftíma hans.

Snjallvöktunarkerfið gerir kleift að fylgjast með frammistöðu spenna þvert á net þeirra spenna sem undir það falla, en meðfylgjandi hugbúnaður leyfir bæði samtölu gagna sem og vöktun stakra tækja.

Hvernig kaupi ég LR 100?

LR100 er vara hugsuð fyrir rafveitur til vöktunar á sínum innviðum þar sem vélbúnaður, hugbúnaður og aðstoð við uppsetningu er innifalið. Fyrir frekari upplýsingar hafið samband við Hrafn Guðbrandsson.
HringjaSenda póst