SNJALLAR LAUSNIR

Nú þegar nær dreifing LoRaWAN kerfisins sem Lýsir kom á fót yfir allt Höfuðborgarsvæðið. Það er því ekkert sem stendur í vegi fyrir fyrirtækjum og stofnunum á því svæði að hefja snjallvæðingu á hinum ýmsu sviðum starfsemi sinnar. Lýsir sér um alla þætti snjallvæðingar og vinnur náið með samstarfsaðilum sínum við að sníða hverja lausn að þeim þörfum sem fyrir liggja.

Fjölmargar lausnir eru nú þegar í boði,
en sífellt eru nýjar að bætast við

SORPHIRÐA

Skynjarar greina magn í ruslafötum og hjálpa því til við hagræðingu á sorphirðu með það að markmiði að draga úr mengun, spara eldsneyti og tíma.

LOFTGÆÐI (UTANHÚSS)

Nákvæmari upplýsingar um loftgæði mismunandi svæða aðstoða fólk við hversdagslegar ákvarðanatökur; Er í lagi fyrir börnin að fara út að leika? Ætti ég að fara út að skokka?

LOFTGÆÐI (UTANHÚSS)

Nákvæmari upplýsingar um loftgæði mismunandi svæða aðstoða fólk við hversdagslegar ákvarðanatökur; Er í lagi fyrir börnin að fara út að leika? Ætti ég að fara út að skokka?

GÖTULÝSING

Hægt er að greina þörf á götulýsingu á mismunandi stöðum yfir mismunandi tímabil með það að leiðarljósi að minnka orkunotkun og auka öryggi.

BÍLASTÆÐI

Fjölmargar lausnir í bílastæðamálum. Hvar er laust stæði? Er rafbíllinn minn fullhlaðinn í hleðslustæðinu? Pantaðu stæði í miðbænum áður en þú leggur af stað.

LoRaWAN

LoRaWAN er þráðlaust fjarskiptakerfi sem hefur langa drægni en notar litla orku. Fullkomið fyrir sendingar á tiltölulega einföldum upplýsingum á öruggan hátt.