Nú þegar nær dreifing LoRaWAN kerfisins sem Lýsir kom á fót yfir allt Höfuðborgarsvæðið. Það er því ekkert sem stendur í vegi fyrir fyrirtækjum og stofnunum á því svæði að hefja snjallvæðingu á hinum ýmsu sviðum starfsemi sinnar. Lýsir sér um alla þætti snjallvæðingar og vinnur náið með samstarfsaðilum sínum við að sníða hverja lausn að þeim þörfum sem fyrir liggja.